Þessi mókolla kallaði eftir athygli og fékk klapp hjá Helgu Rún.

Sauðburður stendur nú sem hæst

Í Skorholti í Hvalfjarðarsveit eru ríflega 800 fjár á fóðrum og segist Baldvin Björnsson bóndi eiga von á að um 750 kindur beri í vor og 1350 lömb séu væntanleg. Geldfé hafði í síðustu viku, þegar ljósmyndari Skessuhorns kom við á bænum, verið komið fyrir í gömlu húsunum á Fiskilæk og sömuleiðis þeim ám sem fyrstar báru í vor. Þannig er reynt að létta sem mest á aðstöðunni heima fyrir til að geta hýst hverja lambá í fimm daga eftir burð. Um hundrað kindur voru bornar þegar blaðamaður var á ferðinni og vafalaust hafa nokkur hundruð bæst í hópinn nú fimm dögum síðar. Hjónin Baldvin og Helga Rún segjast skipta vöktum á milli sín en stöðugt vakt er í fjárhúsunum allt þar til síðustu þrjátíu kindurnar verða óbornar. Þá er þeim komið fyrir í stórri kró þar sem hægt er að fylgjast með framvindunni heiman úr íbúðarhúsinu í gegnum myndavél.

Sjá nánar umfjöllun og myndir í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir