Sævar Freyr Þráinsson ávarpar gesti.

Nýja Frístundamiðstöðin við Garðavöll var vígð á laugardaginn

Akraneskaupstaður og Golfklúbburinn Leynir buðu bæjarbúum og gestum til formlegrar opnunar á nýrri Frístundamiðstöð við Garðavöll síðastliðinn laugardag. Ítarlega er greint frá því í Skessuhorni sem kom út í dag. Frístundamiðstöðin er þúsund fermetrar að flatarmáli, fjölnota hús sem í senn verður klúbb- og félagsaðstaða golfklúbbsins Leynis með æfingaaðstöðu í kjallara, fundaaðstöðu og veitingastaðnum Galitó bistro café, en auk þess allt að tvö hundruð manna veislusalur til útleigu. Auk táknrænnar vígslu á laugardaginn með borðaklippingu var í ávörpum fulltrúa Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis farið yfir byggingarsögu hússins og því lýst hvernig húsið mun verða lyftistöng fyrir félagsaðstöðu Akurnesinga, en það bætir ekki síst möguleika Golklúbbsins Leynis sem nú er á flestum sviðum í fararbroddi íslenskra klúbba hvað alla aðstöðu varðar.

Sjá Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir