Ásta Pála, yfirþroskaþjálfi hjá Fjöliðjunni, segir mikilvægt að starfsfólkið komist sem fyrst aftur til vinnu. Ljósm. arg.

Mikil sorg vegna bruna í Fjöliðjunni í síðustu viku

Á þriðjudagskvöldið í síðustu viku kom eldur upp í vinnu- og hæfingarstaðnum Fjöliðjunni á Akranesi. Talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu og ljóst að hefðbundin starfsemi leggst þar niður í nokkurn tíma, en starfseminni verður komið fyrir á Smiðjuvöllum 9 til bráðabirgða. Eldsvoðinn var mikið áfall fyrir starfsmenn Fjöliðjunnar og að sögn Ástu Pálu Harðardóttur, yfirþroskaþjálfa í Fjöliðjunni, er mikil sorg innan hópsins. Ásta Pála hefur unnið sem þroskaþjálfi í Fjöliðjunni frá árinu 1998, þó með þriggja ára pásu. Hennar starf er fyrst og fremst að stýra faglegu starfi á vinnustaðnum og gæta að hagsmunum starfsfólksins.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er rætt við Ástu Pálu um fyrstu viðbrögð starfsfólks eftir brunann og hvernig hlúð er að þeim sem þar eiga sinn fasta kjarna í tilverunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir