Vilja fækka héraðsvegum í Borgarbyggð

Á fundi byggðarráð Borgarbyggðar í síðustu viku var lagt fram bréf Vegagerðarinnar þar sem tilkynnt er um niðurfellingu nokkurra héraðsvega af vegaskrá. Við niðurfellingu slíkra vega leggst af viðhald þeirra á þeirri forsendu að um fasta búsetu er ekki lengur að ræða á bæjum sem þeir tengja við þjóðvegakerfið. Um er að ræða eftirfarandi vegi: Ánabrekkuveg frá Litlu Brekku að Ánabrekku, Brennuvegur í Lundarreykjadal, Deildartunguveg, Kvígsstaðaveg í Andakíl, Munaðarnesnesveg í Stafholtstungum og Sigmundarstaðaveg í Hálsasveit. Í fundargerð byggðarráðs kemur fram að ráðið gerir athugasemdir við að Deildartunguvegur skuli felldur af vegaskrá. Var sveitarstjóra falið að koma athugasemd þess efnis á framfæri við Vegagerðina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir