„En ég neyddist bara til að læra japönsku“

Gilbert Þór Jökulsson fór í mars 2017 sem skiptinemi til Japans í eitt ár. Gilbert er fæddur í Reykhólasveit og bjó þar í sjö ár áður en hann flutti á Kjalarnes þar sem hann lauk grunnskólanámi og fór þá í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. „Ég var alltaf ákveðinn í að fara í skiptinám en vissi ekki hvert ég vildi fara. Mamma fór sem skiptinemi til Túnis og hún hefur oft talað við mig um þá reynslu og sagði alltaf við mig: „Þú ferð í skiptinám líka,“ svo ég hélt alltaf að það væri skylda að fara,“ segir Gilbert og hlær. Aðspurður segir hann Japan hafa orðið fyrir valinu vegna fjarlægðar. „Mig langaði að þetta yrði smá áskorun og vildi alls ekki fara til enskumælandi lands eða eitthvert innan Evrópu. Ég hafði heyrt að japanska væri eitt erfiðasta tungumálið að læra og því fannst mér mikil áskorun að fara þangað,“ segir Gilbert. „Ég átti nokkra vini sem voru að fara í skiptinám á sama tíma og þeir fóru allir til Nýja Sjálands, sem er líka mjög langt í burtu. En ég vildi ekki fara á sama stað og allir hinir. Ég vildi mikla upplifun og reynslu og var viss um að fá hana í Japan,“ bætir hann við.

Sjá viðtal við Gilbert Þór í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir