Frá vettvangi . Ljósm. mm.

UPPFÆRT: Búið að slökkva eld í Fjöliðjunni á Akranesi

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út núna laust eftir kl. 21:30 vegna elds í húsnæði Fjöliðjunnar að Dalbraut 10 á Akranesi.

Eldur logar í miðju hússins, í vinnusal starfsmanna Fjöliðjunnar. Töluverður eldur er í húsinu og reyk leggur frá svæðinu.

Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar er á staðnum ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Barist er við eldinn.

 

Uppfært kl. 22:00

Búið er að ráða niðurlögum eldsins. Fyrir um fimm mínútum síðan tókst slökkviliðsmönum að slökkva eldinn svo hægt væri að fara inn í húsið og hefjast handa við að reykræsta bygginguna.

Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp. Mikið tjón er á húsinu, bæði af völdum elds, hita og reyks, sem lagðist um allt hús.

Líkar þetta

Fleiri fréttir