Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Lára Gunnarsdóttir og Greta María Árnadóttir fyrir utan Smiðjur við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi. Ljósm. arg.

Smiðjur og kaffihús undir einu þaki í Stykkishólmi

Við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi eru þrjár konur saman með opin verkstæði þangað sem hægt er að koma og fylgjast með þeim vinna. Sigríður Erla Guðmundsdóttir er með verkstæðið Leir7 þar sem hún vinnur með leir frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dölum. Lára Gunnarsdóttir er með verkstæði sem heitir Smávinir og þar vinnur hún muni úr íslensku birki frá Hallormsstaðaskógi og Greta María Árnadóttir er með Gullsmiðju Gretu Maríu þar sem hún vinnur skartgripi úr eðalmálmum. Saman kalla þær verkstæðin Smiðjur og á morgun, sumardaginn fyrsta, bætist við Smiðjurnar kaffihúsið Jakobína þar sem Sigríður Erla ætlar að bjóða upp á alla hefðbundna kaffidrykki og bakkelsi.

Blaðamaður Skessuhorns hitti nýverið þær stöllur að máli. Sjá ítarlega frásögn í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir