Gestastofa fyrir friðland fugla opnuð á Hvanneyri

Síðdegis í dag verður Gestastofa fyrir friðland fugla í Andakíl opnuð hjá Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Um er að ræða fyrsta áfanga gestastofunnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun opna stofuna og um leið staðfesta verndaráætlun fyrir fyrir friðlandið í Andakíl. Gestum er boðið að vera viðstaddir þennan viðburð sem hefst klukkan 18:00 í húsnæði Landbúnaðarsafnsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir