Gæti slagað í hlýjustu sumarkomu frá upphafi

Næstu daga er útlit fyrir austlægan vind á landinu og hlýindi. Það loft sem berst yfir landið er talsvert hlýrra en það sem að jafnaði er á þessum árstíma. Þá er útilit fyrir að verði bjart nokkuð víða og hitinn gæti náð allt að 17 stigum í mörgum landshlutum, en hlýjast um vestanvert landið eins og meðfylgjandi hitaspákort fyrir sumardaginn fyrsta sýnir. Þar má sjá að eftir því sem litir eru dekkri, því heitara. Lítil úrkomudrög munu berast yfir landið en milli þeirra hlýnar og birtir til. Síðdegis mun síðan þykkna upp og taka að rigna um kvöldið. Upplýsingar um hitastig á sumardaginn fyrsta gefa tæpast til kynna, miðað við þessa spá, að met verði slegið á morgun, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta frá árinu 1949 er 19,8 stig. Það var á Akureyri 22. apríl 1976. Ástæða er þó til að hvetja fólk t.d. í uppsveitum Borgarfjarða að fylgjast á morgun grannt með hitamælum. Þess má geta að lægsti hiti á sumardaginn fyrsta sem mælst hefur frá árinu 1949 var á Barkarstöðum í Miðfirði árið 1988, -18,2°C.

Líkar þetta

Fleiri fréttir