Starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins við störf á níunda áratugnum. Ljósm fengin frá Ljósmyndasafni Akraness.

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni sem kom út í dag er þessara tímamóta minnst með ýmsum hætti í samantekt Kristjáns Gauta Karlssonar blaðamanns. Fyrst má nefna að rætt er við Jón Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslenska járnblendifélagsins, um aðdragandann og fyrstu tvo áratugina í rekstri fyrirtækisins. Þá skiptust vissulega á skin og skúrir og stóð stundum tæpt að stjórnvöld létu loka verksmiðjunni. Þá er rætt við Gest Pétursson, forstjóra Elkem. Hann segir frá fyrirtækinu í nútíð, framtíðaráformum þess og áherslum. Loks er rætt við Skafta Steinólfsson, formann Starfsmannafélags Járnblendiverksmiðunnar um hið blómlegu starf félagsins í áranna rás.

Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir