Sýnishorn af lífrænum matvælum, skurn og afgöngum, sem eru að hefja vegferð sína að verða að áburði. Ljósm. ÞR

Bokashi til jarðvegsbætingur

Vesturland er dreifbýlt og á stundum langt að sækja sorp á hvert heimili. Því ætti það að vera hagur íbúanna að geta dregið úr sameiginlegum kostnaði sveitarfélaganna vegna sorphirðu. Í pistli sem Þórunn Reykdal skrifar og birtist í Skessuhorni vikunnar miðlar hún af reynslu sinni af því að hefja moltugerð í eldhússkápnum og minnka þar með umtalsvert það magn af sorpi sem sótt er heim til hennar og ekið til urðunar.

„Á haustönn 2018 kenndi ég áfangann „Garðyrkja í sátt við umhverfið“ á Reykjum í Ölfusi og naut þar samfylgdar við skemmtilega og fróðleiksfúsa nemendur. Meðal viðfangsefna okkar var moltugerð, sem við tókum þátt í undir forystu Ingólfs Guðnasonar og nemenda hans í lífrænni ræktun. Sú moltugerð var loftháð, í opnu fiskikari í gróðurhúsi með lágum hita og tókst framkvæmdin hið besta. Þá fengum við lífrænan úrgang úr mötuneyti skólans og blönduðum eingöngu söxuðum hálmi saman við sem stoðefni. Ingólfur hafði svo veg og vanda af því að standa vaktina, mæla hitann og bylta efninu, en kennsla í áfanganum mínum var einu sinni í viku og því langt á milli heimsókna að Reykjum,“ skrifar Þórunn. Fer hún síðan yfir ferlið frá því hún kaupir tvær moltufötur, skellti undir vaskinn í eldhúsinu og hóf framleiðslu á jarðvegsbæti.

Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir