Aðildarfélög Starfgreinasambandsins samþykkja samninga

Starfsgreinasambandið hefur upplýst að nýr kjarasamningur þess og Samtaka atvinnulífsins á almennum vinnumarkaði hafi verið samþykktur í öllum aðildarfélögum SGS. Var hann samþykktur með miklum meirihluta í öllum aðildarfélögum utan einu. Þátttaka í kosningunni var hins vegar afar dræm, eða 12,78%. 80,06% sögðu já, 17,33% nei og 2,61% tóku ekki afstöðu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir