Ráðin skólastjóri Reykhólaskóla

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt tillögu mennta- og menningarmálanefndar sveitarfélagsins og falið sveitarstjóra að ganga til samninga við Önnu Björgu Ingadóttur um ráðningu hennar í starf skólastjóra Reykhólaskóla. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir er starfandi skólastjóri, tók við starfinu af Valgeir Jens Guðmundsson sem hætti á áramótum. Anna Björg er kennari í Mosfellsbæ en kenndi m.a. við Reykhólaskóla árin 2014-2016.

Líkar þetta

Fleiri fréttir