Leikskólabygging komin í útboð

Ríkiskaup, fyrir hönd Borgarbyggðar, hafa óskað eftir tilboðum vegna byggingaframkvæmdar við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða 540 fermetra nýbyggingu á einni hæð sem mun hýsa leikskólann Hnoðraból auk aðstöðu fyrir starfsfólk leikskólans og grunnskólans. Tilboðsfrestur er til 8. maí næstkomandi og nánari upplýsingar er að finna á útboðsvef Ríkiskaupa.

Líkar þetta

Fleiri fréttir