Boða til samráðsfundar um ferðaþjónustu í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær og félagið Efling Stykkishólms boða til fundar um samstarfsverkefni á sviði ferðaþjónustu í Stykkishólmi í Amtsbókasafninu í kvöld, þriðjudaginn 23. apríl kl. 20:00. „Markmið fundarins er að fá þá aðila sem sinna ferðaþjónustu í Stykkishólmi saman að samstarfsborði, varpa ljósi á það sem verið er að gera og horfa til framtíðar. Ræða um framtíðarhorfur og hvað við getum gert til að efla ferðaþjónustu í Stykkishólmi enn frekar,“ segir í fundarboði.

Dagskrá fundarins er þannig:

  1. Ragnhildur Sigurðardóttir hjá Svæðisgarðinum Snæfellsnes fer yfir áhersluverkefni hjá Svæðisgarðinum, sem er farvegur fyrir samstarf á Snæfellsnesi.
  2. Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi í Snæfellsbæ, kynnir sameiginlega markaðssetningu á samfélagsmiðlum fyrir allt Snæfellsnes.
  3. Hjördís Pálsdóttir, formaður Eflingar og forstöðumaður safnanna í Stykkishólmi, fjallar um helstu verkefni á dagskrá Eflingar.
  4. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, fer yfir aðkomu og stefnumótun Stykkishólmbæjar í ferðaþjónustu og fyrirliggjandi verkefni.
  5. Önnur mál og umræður.
Líkar þetta

Fleiri fréttir