Vinnustofa fyrir kvikmyndagerðarkonur

Í tengslum við alþjóðlegu stuttmyndahátíðina Northern Wave verður tveggja daga vinnustofa haldin í Grundarfirði í lok október fyrir 12 ungar kvikmyndagerðarkonur frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi og Færeyjum. Vinnustofan, sem er styrkt af Norbuk, verður haldin frá fimmtudeginum 23. október til föstudagsins 25. október og í kjölfarið fá þátttakendur kynningu og verða viðstaddir Northern Wave stuttmyndahátiðinni í Rifi frá 25.-27. október. „Vinnustofan er ætluð ungum kvikmyndagerðarkonum sem langar til að starfa við fagið og eru að stíga sín fyrstu skref í þá átt. Þátttakendum verður boðið flug (erlendum þátttakendum), gisting og uppihald á meðan að á vinnustofunni og hátíðinni stendur. Markmið vinnustofunnar er að mynda tengslanet til framtíðar fyrir ungar kvikmyndagerðarkonur á Norðurlöndunum og koma þeim í tengsl við reyndari konur í faginu sem geta fylgt þeim og verkefnum þeirra til framtíðar,“ segir Dögg Mósesdóttir skipuleggjandi hátíðarinnar. Hún segir að Northern Wave hafi að auki opnað fyrir umsóknir fyrir stuttmyndir og tónlistarmyndbönd hér vefsíðunni  http://northernwavefestival.com/umsokn

Líkar þetta

Fleiri fréttir