Pannavellir settir upp í Borgarbyggð

Svokallaðir pannavellir hafa verið settir upp á fjórum stöðum í Borgarbyggð; í Borgarnesi, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Sveitarfélagið keypti vellina í gegnum UMFÍ og hefur Borgarbyggð unnið að því með UMSB að koma þeim upp. Pannavellir eru litlir átthyrndir fótboltavellir þar sem er spilaður er fótbolti einn á móti einum eftir ákveðnum reglum. Fyrir þá sem vilja prófa vellina eru reglurnar aðgengilegar við vellina. „Pannavellirnir munu nýtast vel og verður gaman að sjá þessa nýju velli í notkun í sumar af ungum sem eldri iðkendum. Vellirnir geta einnig nýst á viðburðum hverskonar en auðvelt er að flytja þá á milli staða og setja þá upp alla á sama stað,“ segir í tilkynningu Borgarbyggðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir