Mynd úr hreinsi- og dælustöð Veitna á Akrnanesi.

Ítrekaðar stíflur í skólphreinsistöðinni á Akranesi

Að sögn Helga Helgasonar, framkvæmdarstjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, ber niðursuðuverksmiðjan Akraborg ábyrgð á fitu sem ítrekað hefur valdið stíflum í skólphreinsistöðinni á Akranesi. Vísir greindi frá málinu í morgun og þar er haft eftir Helga: „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtæki.“ Þá segir Helgi að sett hafi verið upp fitugildra sem dugir ekki til og því stíflast hreinsibúnaðurinn ítrekað en verið sé að vinna að úrbótum og finna lausn á þessu máli.

Skólphreinsistöðin á Akranesi var tekin í notkun í maí á síðasta ári en fram að því rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir nálægt fjöruborði. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu og síar sand og fitu frá. Að endingu er skólpinu dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó.

Sjá nánar frétt Vísis um málið.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir