Fjölbrautaskóli Suðurnesja með fyrstu verðlaun. Ljósm. tfk.

Hæfileikakeppni starfsbrauta var haldin í Grundarfirði

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hélt hæfileikakeppni starfsbrautanna 2019 í stóra sal skólans í liðinni viku. Alls mættu þrettán skólar og sýndu afrakstur þrotlausra æfinga. Atriðin voru hvert öðru glæsilegra en að lokum var það Fjölbrautaskóli Suðurnesja sem sigraði í hæfileikakeppninni. Í öðru sæti var atriði frá Fjölbrautaskóla Mosfellsbæjar og Borgarholtsskóla en Fjölbrautaskóli Snæfellinga hafnaði í þriðja sæti. Eftir hæfileikakeppnina var slegið upp dansleik að hætti hússins og var gleðin í fyrirrúmi á þessu glæsilega kvöldi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir