Bragi Gunnarsson hefur nú selt veitingastaðinn Hverinn og aðrar eignir í Björk og komið sér fyrir á annarri gróðrarstöð handan ár. Þar opnar hann veitingavagn eftir páska.

Bragi selur Hverinn og flytur yfir hverinn

Tímamót eru hjá Braga Gunnarssyni sem undanfarin átta ár hefur verið vert í Hvernum í Borgarfirði. Hann hefur nú selt gróðrarstöðina Björk, tilheyrandi tjaldstæði, hús og veitingastaðinn Hverinn og eru nýir eigendur að taka þar við rekstri og búsforráðum. Áður hafði Bragi fest kaup á annarri garðyrkjustöð handan Reykjadalsár, en það er gróðrarstöðin Víðigerði sem er nýbýli frá 1940 stofnað úr landi Deildartungu og er staðsett norðan við bílastæði gesta sem koma til að skoða Deildartunguhver. Bragi hyggst ekki setja auðum höndum því hann hefur fengið stöðuleyfi fyrir veitingavagn sem staðsettur er í skjóli við gróðurhúsin, spölkorn frá bílastæðum Veitna við Deildartunguhver og náttúrlaugum Krauma. Þar mun hann opna sölu úr veitingavagni eftir páskana.

Sjá nánar spjall við Braga í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir