Halldór Gísli og Ingibjörg í anddyri gamla Héraðsskólahússins. Á vegg aftan við þau er mynd af gamla Reykholtsbænum og lágmynd af Þóri Steinþórssyni skólastjóra til hægri. Ljósm. mm.

Opna kaffihúsið Heimskringluna í Reykholti

Hjónin Ingibjörg Kristleifsdóttir og Halldór Gísli Bjarnason opnuðu síðastliðinn sunnudag kaffihúsið Heimskringluna. Það er til húsa í gamla Héraðsskólahúsinu í Reykholti og gengið inn um aðalinngang hinnar reisulegu byggingar. Hátíðarsalurinn, sem byggður var á sínum tíma yfir sundlaugina, verður nýttur fyrir gesti kaffihússins. Þar er jafnframt hangandi uppi sýning Óskars Guðmundssonar; „Árið 1918 í Borgarfirði“ sem opnuð var í hátíðarsalnum á 100 ára afmæli fullveldisins. Þau Ingibjörg og Halldór segjast ætla að leggja áherslu á veitingar úr hráefni sem framleitt er í héraðinu. Þá verða bakaðar vöfflur og annað sætabraut einnig á boðstólnum. Aðspurð segjast þau ætla að aðlaga opnunartímann að umferðinni, en mikill fjöldi gesta sækir Reykholt heim á hverju ári. Rekstur kaffihússins Heimskringlunnar er tilraunaverkefni þeirra í sumar í samstarfi við Snorrastofu, en húsnæðið hafa þau á leigu út september.

Sjá nánar í Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira