Agla færir Brákarhlíð gjöf

Nýverið komu félagskonur úr Lionsklúbbnum Öglu í Borgarnesi færandi hendi á Brákarhlíð. Gjöfin er eyrnamerkt til uppbyggingar á gróðurhúsi fyrir starfsfólk og íbúa. Það voru þær Jóna Ester Kristjánsdóttir og Þuríður Helgadóttir sem tóku við gjöfinni f.h. Brákarhlíðar og frá Öglum voru þær mættar Elfa Hauksdóttir, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, María Guðmundsdóttir og María Erla Geirsdóttir. Brákarhlíð vill koma á framfæri kærri þökk fyrir gjöfina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir