Skull Crusher eftir að atriði þeirra var valið til að verða fulltrúi skóla af Vesturlandi í úrslitakeppni Nótunnar. Ljósm. jea.

Fyrsta þungarokkshljómsveitin til að hljóta verðlaun á Nótunni

Tónlistarskólinn á Akranesi tók þátt í lokahátíð Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna hér á landi, sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 6. apríl síðastliðinn. Hljómsveitin Skull Crusher var fulltrúi tónlistarskólans að þessu sinni og flutti Metallica lagið For Whom the Bell tolls. Hljómsveitina skipa þeir Baldur Bent Vattar Oddsson á bassi, Fannar Björnsson á rafgítar, Helgi Rafn Bergþórsson söngur og Ingibergur Valgarðsson á trommur. Alls komust tuttugu og fjögur atriði á lokahátíðina og voru þau flutt á tvennum tónleikum. Atriðin voru hvert öðru glæsilegri og mjög fjölbreytt. Hlutu strákarnir frá Akranesi verðlaun í opnum flokki og er þetta að líkindum í fyrsta sinn sem þungarokkssveit hlýtur viðurkenningu á lokahátíð Nótunnar. Sjónvarpsstöðin N4 tók tónleikana upp og verða þeir sýndir á annan páskadag í sjónvarpinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir