Leitað að bæjarlistamanni

Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir tillögum almennings um bæjarlistamann Akraness 2019. Hægt er að senda inn tillögur rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Nefndin mun fara yfir allar tillögur sem berast. Niðurstöðurnar verða kynntar við hátíðlega athöfn á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Fyrsti bæjarlistamaður Akraness var Hreinn Elíasson myndlistarmaður árið 1992. Síðan þá hafa fjölmargir listamenn verið útnefndir og fyrirkomulagið verið með ýmsu móti. Undanfarinn áratug hefur verið útnefnt á hverju ári og til eins árs í senn. Eðvarð Lárusson gítarleikari var bæjarlistamaður Akraness 2018 og Kolbrún S. Kjarval leirlistarkona árið þar á undan.

Líkar þetta

Fleiri fréttir