Gunnar, Birkir og Úlfhildur tilbúin að morgni hlaupadags fyrir utan Kielder kastalanna þar sem hlaupið hófst og endaði. Ljósm. Stefán Gíslason.

Hundrað kílómetra hlaup í fimmtugs afmælisgjöf

Gunnar Viðar Gunnarsson, húsasmiður í Borgarnesi, gaf sjálfum sér harla óvenjulega afmælisgjöf í tilefni af fimmtugsafmælinu sínu á dögunum. Gjöfin fólst í að ljúka viðurkenndu 100 km hlaupi við fyrsta tækifæri. Tækifærið kom um liðna helgi, en á laugardaginn tók Gunnar þátt í 100 km ofurhlaupi í Bretlandi og lauk því á tæpum 14 klukkutímum.

Hlaupið sem varð fyrir valinu sem afmælisgjöf nefnist Kielder Ultra og fer fram árlega við smábæinn Kielder rétt sunnan við landamæri Englands og Skotlands. Þarna er jafnan boðið upp á annars vegar 50 km og hins vegar 100 km hlaup, þar sem í báðum tilvikum er hlaupið í kringum Kielder uppistöðulónið, einn eða tvo hringi eftir því hvor vegalengdin er valin. Þetta árið var í fyrsta sinn einnig boðið upp á styttra hlaup, 32 km, fyrir þá sem ekki leggja í ofurvegalengdir.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir