Birkir Blær Óðinsson, úr Menntaskólanum á Akureyri, sigraði í Söngkeppninni í fyrra. Hér er hann ásamt hljómsveitinni sem spilaði undir í flestum atriðum keppninnar. Birgir Þórisson er annar frá hægri á myndinni. Ljósm. úr safni Skessuhorns/mm.

Söngkeppni framhaldsskólanna verður í Bíóhöllinni um helgina

Söngkeppni framhaldsskólanna verður í annað sinn haldin á Akranesi næsta laugardag, 13. apríl. Að þessu sinni verður keppnin í Bíóhöllinni og eru það Vinir hallarinnar sem hafa tekið að sér að skipuleggja keppnina en þeir sáu einnig um það verkefni á síðasta ári þegar útlit var fyrir að ekkert yrði af keppni. „Við tókum þetta að okkur í fyrra með litlum fyrirvara og það tókst rosalega vel til svo við ákváðum að gera þetta aftur hér á Akranesi í ár. Svo verður púlsinn bara aftur tekinn eftir keppni og við sjáum til hvort við höldum áfram að sjá um þetta eða hvort fólk vill fara aðrar leiðir, við tökum bara eina keppni í einu,“ segir Ísólfur Haraldsson frá Vinum hallarinnar í samtali við Skessuhorn. Undirbúningur gengur að sögn Ísólfs afar vel og gera má ráð fyrir flottri keppni um helgina.

Nánar er rætt við Ísólf og Birgi Þórisson tónlistarstjóra keppninnar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira