Snjólaug Guðmundsdóttir listakona mun opna sýningu með verkum sínum í Safnahúsinu í Borgarnesi næstkomandi laugardag. Ljósm. arg.

Listakonan Snjólaug undirbýr opnun sýningar

Laugardaginn 13. apríl næstkomandi ætlar Snjólaug Guðmundsdóttir að opna sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu í Borgarnesi. Sýningin nefnist „Vefnaður, þæfing og bókverk“ en það er einmitt það sem Snjólaug mun sýna; ofnar myndir, blaut- og þurrþæfð listaverk og bókverk með ljóðum eftir Snjólaugu. „Meiningin var að vinna sem mest úr því efni sem ég átti, en það var alveg nóg til, en ég þurfti samt að bæta nýju við,“ segir Snjólaug þegar blaðamaður heimsótti hana á vinnustofuna á föstudaginn. Snjólaug er fædd og uppalin á Ísafirði en hún flutti í Borgarfjörðinn til að kenna vefnað í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Guðbrandi Brynjúlfssyni, sem var þá í skóla á Hvanneyri. Sjö árum eftir að Snjólaug flutti í Borgarfjörðinn, árið 1973, fæddist eldri sonur þeirra hjóna. „Við fluttum svo hingað að Brúarlandi árið 1975 og höfum verið hér síðan,“ segir Snjólaug.

Rætt er við Snjólaugu um væntanlega sýningu og sitthvað fleira í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir