Habitus flytur inn tilbúin smáhús frá Lettlandi

Snemma á þessu ári var fyrirtækinu Habitus ýtt úr vör. Starfsemi fyrirtækisins snýr að innflutningi á tilbúnum húsum hingað til lands. Það er Skagamaðurinn Ísleifur Örn Guðmundsson sem stendur að fyrirtækinu ásamt Arnbjörgu Baldvinsdóttur unnustu hans. „Húsin eru í hæsta gæðaflokki, smíðuð við bestu mögulegu aðstæður í verksmiðju Manta North í Lettlandi. Þau afhendast fullkláruð að innan sem utan og fær viðskiptavinurinn húsin afhent innan við sex mánuðum frá pöntun. Allur frágangur fer fram í verksmiðjunni áður en gengið er frá húsunum fyrir flutninginn til Íslands. Hingað koma þau fullbúin, einangruð, með gólfefnum, innréttingum, vatns- og rafmagnslögnum og full frágengin að innan sem utan,“ segir Ísleifur. „Það sem viðskiptavinir þurfa að huga að eru undirstöður, koma heitu og köldu vatni að, ásamt heimtaug og rotþró ef við á. Húsið er síðan híft á undirstöður, fest og tengt en þeirri vinnu ætti að vera hægt að ljúka samdægurs,“ bætir hann við.

Nánar er sagt frá Habitus húsunum í viðtali í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir