Borgarnes nú tengt við ljósleiðara

Búið er að tengja öll heimili í Borgarnesi við ljósleiðara. „Við tökum fagnandi á móti þeim 370 heimilum sem við áttum eftir að tengja þarna og nú geta því íbúar tekið upp símann og við lofum því að tengja allt fljótt og vel,“ segir á Facebook síðunni Ljósleiðarinn. Allir íbúar í Borgarnesi ættu því að geta tengst internetinu í gegnum ljósleiðara núna, en til þess þurfa íbúar að hafa samband við sitt símafyrirtæki og panta tengingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir