Þjóðkjörnir hækka ekki í launum 1. júlí

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis minnisblað, með samþykki ríkisstjórnarinnar, þar sem lagðar eru til tvær breytingar á frumvarpi til breytinga á lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem nú er til meðferðar Alþingis. Sú fyrri lýtur að því að gerð verði breyting til bráðabirgða þannig að launahækkun 1. júlí 2019 komi ekki til framkvæmda gagnvart þjóðkjörnum fulltrúum. Fjármála- og efnahagsráðherra verði hins vegar veitt heimild í eitt skipti til að hækka laun þjóðkjörinna fulltrúa 1. janúar 2020 til samræmis við áætlaða breytingu á launum þann 1. júlí 2020.

Líkar þetta

Fleiri fréttir