Stefnt verður að lengingu fæðingarorlofs

Í félagsmálaráðuneytinu er nú hafin vinna við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnamála á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða á næsta ári liðin 20 ár frá gildistöku laganna. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Gert er ráð fyrir því að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum á árunum 2020 og 2021. Er það í samræmi við áherslur sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun sem kynnt var á laugardaginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir