Strompurinn sprengdur. Ljósm. kgk

Strompurinn fallinn

Sementsstrompurinn á Akranesi var sprengdur kl. 14:16 í dag. Sprakk sprengihleðsla í um 25 metra hæð og eftir það féll efri helmingur strompsins til jarðar.

Til stóð a fjórum sekúndum síðar myndi sprengja önnur hleðsla við rætur strompsins. Við fyrri sprenginguna féll hins vegar brak á vírana sem tengdir voru sprengihleðslunni við rætur strompsins og því ekki hægt að sprengja neðri hlutann strax.

Neðri hlutinn var sprengur kl. 15:00 og féll til jarðar. Þar með lauk sögu sementsstrompsins sem helsta kennileitis Akranesbæjar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Spíttbústaður

Umsjónarmenn sumarbústaðar í Hvalfirði höfðu samband við Lögregluna á Vesturlandi í vikunni sem leið. Bústaðurinn er leigður út til skamms... Lesa meira