Strompurinn sprengdur. Ljósm. kgk

Strompurinn fallinn

Sementsstrompurinn á Akranesi var sprengdur kl. 14:16 í dag. Sprakk sprengihleðsla í um 25 metra hæð og eftir það féll efri helmingur strompsins til jarðar.

Til stóð a fjórum sekúndum síðar myndi sprengja önnur hleðsla við rætur strompsins. Við fyrri sprenginguna féll hins vegar brak á vírana sem tengdir voru sprengihleðslunni við rætur strompsins og því ekki hægt að sprengja neðri hlutann strax.

Neðri hlutinn var sprengur kl. 15:00 og féll til jarðar. Þar með lauk sögu sementsstrompsins sem helsta kennileitis Akranesbæjar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira