Móta reglur um snjalltækjanotkun í skólum Borgarbyggðar

Fulltrúar Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar lögðu það til á fundi í síðustu viku að lögð verði áherslu á að skólar sveitarfélagsins eigi að vera sá vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín á milli án truflana frá símtækjum. „Vísbendingar eru um að snjallsímtæki geti haft neikvæð áhrif á athygli, þroska og andlega heilsu barna og ungmenna. Leggja fulltrúar Framsóknarflokksins til að unnið verði að því í samstarfi við nemendafélög skólanna, foreldra og skólastofnir að móta sameiginlegar reglur um snjalltækjanotkun á skólatíma og í félagsstarfi skólanna. Undirrituð óska eftir því að efni bókunarinnar verði vísað inn í fræðslunefnd til frekari umræðu,“ segir í bókunni. Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni til umræðu í fræðslunefnd Borgarbyggðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira