Sementsstrompurinn á Akranesi. Ljósm. kgk.

Fellingu strompsins frestað til föstudags

Fellingu skorsteins Sementsverksmiðjunnar sálugu á Akranesi hefur verið frestað um einn sólarhring.

Upphaflega stóð til að hann yrði felldur á hádegi á morgun en því hefur nú verið frestað vegna óhagstæðrar veðurspár.

Hins vegar er stefnt að því fella strompinn þess í stað á hádegi á föstudaginn, 22. mars kl. 12:15, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar.

Viðburðurinn verður í beinni útsendingu hér á vef Skessuhorns og hefst útsending um korteri áður en sprengt verður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir