Nýja þyrlan kom til landsins á föstudaginn. Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson.

TF EIR er ný leiguþyrla Landhelgisgæslunna

Síðastliðinn föstudag kom ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar til landsins. Ber hún nafnið TF EIR. „Vélin færir Landhelgisgæsluna fyrr inn í nútímann en ráðgert var en hún er önnur tveggja véla af gerðinni Airbus H225 sem leysa leiguþyrlurnar TF-GNA og TF-SYN af hólmi. Seinni leiguþyrlan kemur til landsins á næstu vikum en hún ber einkennisstafina TF-GRO,“ segir í tilkynningu frá Gæslunni. Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýju leiguþyrlurnar vera örlítið þyngri, tæknilegri, stærri, langdrægari, hraðfleygari og öflugri en þær þyrlur sem Landhelgisgæslan hefur notað undanfarin ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira