Lýst eftir milljónamæringi í Stykkishólmi

„Átt þú kannski milljónir hjá okkur,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá sem leitar að þremur milljónamæringum sem ekki hafa vitjað lottóvinninga sinna. Meðal annars er vinningur sem kom á miða sem seldur var í Olís í Stykkishólmi. Við útdrátt 23. febrúar síðastliðinn kom vinningsupphæð 7.639.900 krónur á miða sem þar var seldur. Tölurnar voru: 5 – 6 – 12 – 29 – 31 / 11 (bónustala). Aðrir ósóttir stórvinningar voru á miða sem seldir voru á Dalbotni á Seyðisfirði (útdráttur 7. júlí í fyrra) og hjá N1 á Egilsstöðum (útdráttur 2. mars 2019). „Við hvetjum alla sem keyptu á ofangreindum stöðum til að skoða lottómiðana sína vel, þar gætu leynst vinningstölurnar góðu sem færa þér milljónir í vasann,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira