Fredrica Fagerlund og Stormur á vellinum. Ljósm. iss.

Fagerlund átti frábært kvöld í gæðingafiminni

Keppni í gæðingafimi í Vesturlandsdeildinni fór fram í síðustu viku í Faxaborg. Greinin er krefjandi bæði fyrir knapa og hest og kannski hægt að segja að hún sé ekki í miklu uppáhaldi hjá öllum knöpum. Trúlega er það ástæðan fyrir því að sjaldan er keppt í greininni og menn því óvanir henni. En kvöldið var mjög ánægjulegt og óhætt að segja að sigurvegari þess hafi verið Fredrica Fagerlund. Hún átti magnaða sýninu á hesti sínum Stormi frá Ysta-Felli. Eftir þetta kvöld leiðir enn í einstaklingskeppninni Siguroddur Pétursson, en í liðakeppni er það lið Skáney/Hestalands sem er í broddi fylkingar, en keppendur þess fengu einnig liðaskjöldin afhentan eftir gæðingafimina. Hróar ehf. í Skipanesi var styrktaraðili kvöldsins.

Efstu fimm í úrslitum gæðingafiminnar voru:

Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yzta Felli 7,71

Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal 7,25

Haukur Bjarnason og Ísar frá Skáney 6,82

Randi Holaker og Þytur frá Skáney 6,69

Guðmar Þór Pétursson og Ástarpungur frá Staðarhúsum 6,65.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira