Eldurinn slökktur með One-seven froðunni.

Æfðu viðbrögð við bruna í vélsmiðju

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar hélt óvænta útkallsæfingu í síðustu viku. Æfingin var liður í undirbúningi og þjálfun nýliða. Áttu slökkviliðsmenn að mæta á æfingu kl. 18:00 en níu mínútum áður barst þeim útkall um eld í vélsmiðju á Grundartanga. Þar skíðlogaði eldur í gámi. Það sem þeir vissu hins vegar ekki var að þjálfararnir höfðu fyllt gáminn, sem stóð á opnu svæði, af timbri, hellt olíu yfir og kveikt í. Á leiðinni flæktu þjálfararnir enn um fyrir þeim, með því að tilkynna bílveltu hinum megin Akrafjallsins og kalla eftir því að slökkviliðsmenn kæmu með klippur. Sú tilkynning var afturkölluð skömmu síðar og látið sem allir hefðu komist ómeiddir út úr bílnum.

Þegar komið var á staðinn beið eldur þess að verða slökktur. Slöngunni var rúllað út, talsvert langa vegalengd og síðan sprautað á eldinn með One-seven froðu. Kveikt var aftur upp í gámnum og þá fengu menn að æfa sig á körfubílnum. Fóru menn upp í körfunni og slökktu eldinn þaðan.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira