Vinnslugetan eykst með hverri vikunni sem líður

Nú eru nokkrar vikur síðan vinnsla hófst í nýrri fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf í Grundarfirði. „Það hafa að sjálfsögðu verið einhverjir hnökrar svona eins og búist var við,” segir Unnsteinn Guðmundsson tæknistjóri og einn eigenda fyrirtækisins í samtali við Skessuhorn. „Þetta er samt allt á réttri leið og vinnslugetan eykst með hverri vikunni sem líður, bætir hann við.

Fréttaritari Skessuhorns fékk að svipast um í nýju vinnslunni síðasta mánudag. Allt starfsfólkið skartar appelsínugulum vinnufatnaði sem setur skemmtilegan svip á heildarútlit vinnslusalarins og er prýðilegt mótvægi við gráa og bláa litinn sem er svo yfirgnæfandi. Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri er bjartsýnn á framhaldið. „Við erum að renna rúmlega tuttugu tonnum af fiski í gegn núna en það mun aukast jafnt og þétt. Við munum vinna rúmlega þrjátíu tonn á dag á fullum afköstum,“ segir Guðmundur Smári.

Sjá fleiri myndir Tómasar Freys Kristjánssonar ljósmyndara úr nýju vinnslunni í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir