Einar og Kristjana í Sólbyrgi ásamt dóttur sinni Hrafnhildi.

Óttast að heilsársræktun jarðarberja sé útilokuð við núverandi aðstæður

Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir garðyrkjubændur á Sólbyrgi í Borgarfirði hafa sett garðyrjustöðina á sölu. Einar segir þau hjónin vera að skoða þá möguleika sem þau hafa en ræktunin þeirra stendur illa undir sér í dag. „Síðustu tvö ár hafa bara verið rosalega erfið. Fyrst kom Costco inn á markaðinn, þá hefur rafmagnið hækkað um helming á þessum tíma og síðasta sumar var svo það ömurlegasta í veðri í örugglega 100 ár,“ segir Einar í samtali við Skessuhorn. Árið 2013 hófu Einar og Kristjana ræktun á jarðarberjum og keyptu til þessa nauðsynlegan ljósabúnað og fyrst gekk ræktunin mjög vel en núna segir Einar það óvíst hvort þau verði með jarðarber næsta sumar. „Planið okkar var að vera eingöngu í jarðarberjum en það er held ég ekki lengur raunhæft og við erum því farin að leita að öðru. Við höfum einfaldlega verið haldin kverkataki af bæði lánastofnunum og Rarik. Ég er hræddur um að heilsársræktun á jarðarberjum verði ekki möguleiki á næstunni. Það er líka dýrt að rækta jarðarber og við þurfum að kaupa og flytja inn plönturnar á hverju ári en ég er hræddur um að við höfum ekki efni á því í ár,“ segir Einar.

Sjá nánar spjall við Sólbyrgisfólk í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira