Menningarhátíðin Írskir vetrardagar að hefjast

Dagana 14. til 17. mars er menningarhátíðin Írskir vetrardagar haldin á Akranesi. Fjölbreytta dagskrá má finna í Skessuhorni vikunnar. Dagskráin hefst síðdegis í dag með því að starfsfólk Landmælinga býður upp á gönguferð meðfram strandlengjunni og niður að vita. Nótutónleikar verða í Tónlistarskólanum klukkan 18 og djasstónleikar á Gamla kaupfélaginu í kvöld. Á morgun, föstudag munu leikskólabörn syngja á bókasafninu klukkan 10 og Sólveig Jónsdóttir rithöfundur verða með upplestur á Höfða klukkan 14:30. Fjölbreytt dagskrá heldur síðan áfram næstu tvo daga en búast má við að fjölmennasti viðburðurinn verði tónleikar í lok Landsmóts barna- og unglingakóra í sal Grundaskóla á sunnudag klukkan 13:30.

Fólk er hvatt til að kynna sér viðburði Írskra vetrardaga, hér í viðhengi og í Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira