Svipmynd af móti á Akranesi á síðasta ári.

Fjölmennt sjóstangveiðimót framundan á Akranesi

Við birtingu í fyrramálið hefst aðalmót sjóstangveiðifélagsins Sjóskips á Akranesi. Róið verður föstudag og laugardag. Þetta er fyrsta sjóstangveiðimót ársins og telur til Íslandsmeistara. Mótið verður sett klukkan 20 í kvöld í húsnæði Fiskmarkaðarins við Faxabraut 7. Þar verða skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf sín. Mæting verður svo á kajann klukkan 5:30 á laugardagsmorgni og ræst á miðin klukkan 6. Mótinu verður síðan fram haldið á laugardagsmorgni á sama tíma. Búist er við bátunum að landi um klukkan 14 báða dagana. Lokahóf mótsins verður haldið í félagsheimili Dreyra á Æðarodda á laugardagskvöld. Veðurspá er ágæt fyrir næstu tvo daga; austlæg átt og þurrt. Hægur vindur á föstudag en lítið eitt hvassara á laugardag. Að sögn Jóhannesar Simonsen formanns Sjóskip er búist við góðu móti og þátttöku. Mikillar tilhlökkunar gætir í röðum sjóstangveiðifólks enda er vaðandi vertíðarfiskur í flóanum og búist við góðri veiði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira