Frá vettvangi óhappsins. Lögreglumenn athuga með skemmdir bílsins sem ekið var á.

Ók yfir götu og á kyrrstæðan bíl

Umferðaróhapp varð á Kirkjubraut á Akranesi núna rétt fyrir klukkan 13:00. Bíl var ekið af bílastæðinu við enda hússins að Kirkjubraut 40, í gegnum lágan steinvegg og út á Kirkjubraut. Þaðan var bílnum ekið yfir umferðareyjuna sem aðskilur akbrautirnar, yfir götuna og inn á bílastæðið á bakvið sjúkrahúsið þar sem hann hafnaði á kyrrstæðum bíl sem hafði verið lagt þar í stæði.

Að sögn lögreglu á vettvangi virðist sem ökumaður hafi óvart stigið á bensíngjöfina í stað bremsunnar, með fyrrgreindum afleiðingum. Engin slys urðu á fólki að sögn lögreglu en ökumanni bílsins var eðlilega mjög brugðið. Töluverðar skemmdir urðu á báðum bílunum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir