Gunnlaugur í skutlunni góðu. Ljósm. sá.

Skutlan sem gjörbreytti lífi hans

Gunnlaugur Lárusson, húsasmíðameistari í Stykkishólmi, festi á dögunum kaup á nýjum fararskjóta. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fararskjótinn verður að teljast óvenjulegur. Um er að ræða yfirbyggða rafskutlu, þá einu í Stykkishólmi og líklega þó víðar væri leitað. Yfirbyggðar rafskutlur þekkjast víða erlendis en hafa til þessa verið sjaldséðar á Íslandi. Gunnlaugur kveðst þó vita af einni, annarrar tegundar, á Akranesi. Skutlan gerir Gunnlaugi kleift að komast auðveldlega allra ferða sinna, hvernig sem viðrar.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira