Séra Eðvarð lætur af prestsþjónustu á Akranesi

Séra Eðvarð Ingólfsson, prestur í Akraneskirkju, hverfur frá störfum sem sóknarprestur Garðaprestakalls á Akranesi 1. apríl næstkomandi. Hann hefur komist að samkomulagi við biskup Íslands um að hann hverfi frá núverandi þjónustu og takist á hendur ný verkefni í vígðri þjónustu kirkjunnar. Séra Eðvarð hefur verið sóknarprestur á Akranesi frá því árið 1997. Hann var áður sóknarprestur norður á Skinnastað í Öxarfirði um tveggja ára skeið.

Frá sama tíma og séra Eðvarð lætur af störfum, 1. apríl næstkomandi, fellur skylda til að halda úti prestssetri á Akranesi niður, að því er fram kemur í fréttatilkynningu á vef Akraneskirkju. Hefur Kirkjumálasjóður þegar sett prestssetrið að Laugarbraut 3 á sölu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir