Arnaldur Björnsson að salta þorshausa í Valafelli. Ljósm. af.

Sannkölluð vertíðarstemning í Snæfellbæ

Sannkölluð vertíðarstemning er í Snæfellsbæ þessa dagana. Mikill afli hefur borist að landi og veiðst vel í öll veiðarfæri, að sögn Þórðar Björnsson hafnarvarðar í Ólafsvík. Netabáturinn Bárður SH landaði til dæmis 40 tonnum á einum og sama deginum en þann dag var tvílandað. Einnig hefur netabáturinn Arnar SH fengið góðan afla og síðasta laugardag var Arnar með 24 tonn. Dragnótarbáturinn Steinunn SH var með 160 tonn í síðustu viku og þar af gerði einn róðurinn 62 tonn. Þórður hafnarvörður segir að þetta sé svipaður afli og á síðasta ári.

Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar, segir að mjög góður afli hafi borist að landi í síðustu viku. „Við tókum á móti 593 tonnum en í sömu vika á síðasta ári var tekið á móti 464 tonnum. Meðalverð á þorski núna var 294 krónur á móti 262 krónum í fyrra. Það hefur verið mjög mikið að gera í slægingarþjónustinni hjá okkur og í síðustu viku voru slægð 311 tonn á móti 157 tonnum á sama tíma í fyrra. Þannig að við getum ekki annað en verið ánægðir,“ Andri.

Aron Baldursson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands, tekur í svipaðan streng og segir í samtal við Skessuhorn að nú sé vertíðin skollin á; mikill fiskur og nóg að gera. „Við seldum 635 tonn í síðustu viku,“ segir Aron og bætir við að það sé aðeins meiri afli en á sama tíma á síðasta ári. „Við rekum einnig flokkunar- og slægingarþjónustu í Rifi og erum nú með 21 starfsmann þar í vinnu og þar hefur verið nóg að gera.“

Sjá fleiri myndir af veiðum og vinnslu í  Snæfellsbæ í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira