Gengnir í Miðflokkinn

Þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem kosnir voru á þing fyrir Flokk fólksins, voru eins og kunnugt er reknir úr flokki sínum í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða í lok nóvember. Hafa þeir verið utan flokka síðan en hafa nú ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn. „Við teljum að á vettvangi Miðflokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra málefna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingiskosningum,“ segir í tilkynningu frá þeim félögum í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir