Minningarsjóður Heimis formlega skráður

Nú hafa bakverðir Minningarsjóðs Heimis Klemenzsonar komið honum formlega á laggirnar og sýslumaður gefið út leyfisbréf. Eins og kunnugt er voru fyrstu tónleikar á vegum sjóðsins haldnir í vetur í Reykholtskirkju. Markmið sjóðsins er að heiðra minningu Heimis Klemenzsonar tónlistarmanns frá Dýrastöðum og styrkja með aflafé ungt og efnilegt tónlistarfólk í Borgarfirði. „Við í stjórn sjóðsins viljum þakka þeim fjölmörgu tónlistarmönnum og áheyrendum sem lögðu leið sína á tónleikana í Reykholtskirkju á degi íslenskrar tungu í nóvember síðastliðnum. Einnig öllum þeim sem hafa lagt fé til sjóðsins og gert þetta að veruleika,“ segir í tilkynningu.

Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á bankareikning: 326-22-1916 og kennitala: 500119-0980.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira