Íbúðir í nýju fjölbýlishúsi boðnar til sölu

Fasteignasalan Valfell hefur nú auglýst til sölu tveggja og þriggja herbergja íbúðir í nýju fjölbýlishúsi við Borgarbraut 57 í miðbæ Borgarness, en þær eru ætlaðar fyrir 60 ára og eldri. Opið hús verður næstkomandi laugardag og sýnt inn í fullbúnar sýningaríbúðir á annarri hæð hússins. Húsið er sjö hæða lyftuhús byggt af fyrirtækinu Húsum og lóðum ehf. Í lýsingu segir: „Íbúðunum fylgir ísskápur og uppþvottavél í eldhúsi, auk þvottavélar og þurrkara í baðherbergi. Íbúðirnar eru ríkulega búnar og fallegt útsýni.“ Afhending íbúðanna er áætluð frá 1. maí næstkomandi.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira