Strangir á aldurstakmarki á dansleiki

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar síðastliðinn fimmtudag var til umsagnar tillaga félagsmálanefndar sem snýr að hækkun aldurstakmarks á dansleiki úr 16 í 18 ár. Þar segir: „Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir í húsnæði í eigu Dalabyggðar, þar sem áfengi er haft um hönd, verði 18 ár. Sama gildi hvort sem eignarhald húsnæðis er að fullu á hendi Dalabyggðar eða sameiginlegt með öðrum aðilum.“

Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögu félagsmálanefndar til umsagnar ungmennaráðs og annarra hagsmunaaðila sem haldið hafa skemmtanir í húsnæði Dalabyggðar. Umsagnir skulu hafa borist sveitarstjórn fyrir fund sveitarstjórnar 9. mars nk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira